Fíknsjúkdómurinn – rannsóknir og meðferð
Myndband sem SÁÁ lét gera um fíknsjúkdóminn og rannsóknir og meðferð við honum í tilefni af heimsókn dr. Nora Volkow, forstjóra bandarísku stofnunarinnar National Institute on Drug Abuse (NIDA), til samtakanna í júlí árið 2008. Einnig er rætt við dr. Jag H. Khalsa, stjórnanda vísindarannsókna hjá NIDA, dr. Timothy Flanigan og dr. Ernu Milu Kojic, vísindamenn og prófessora við Brown háskóla í Bandaríkjunum, og við Þórarin Tyrfingsson, forstöðulækni og Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðilækni á Vogi. Viðtöl tekin á ensku eru með íslenskum texta og viðtöl á íslensku með enskum texta.