Hringbraut – Þórarinn Tyrfingsson í þættinum Þjóðbraut

Meðfylgjandi myndband sýnir viðtal Sigurjóns M. Egilssonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut við Þórarin Tyrfingsson sem var frumsýnt 21. júní. Þeir ræða stöðuna sem blasir við SÁÁ og þann árangur sem starf samtakanna hefur skilað, svo sem það að nýgengi vímuefnasjúkdómsins fer lækkandi hér á landi og unnið er að lyfjameðferð við lifrabólgu C sem gengur vonum framar. Einnig ber á góma byggingu nýrrar og stórglæsilegrar meðferðarstöðvar SÁÁ á Kjalarnesi, við Vík.