Hringbraut – Þórarinn Tyrfingsson í þættinum Þjóðbraut
Myndbandið að ofan er úr þættinum Þjóðbraut á Hringbraut þar sem Sigurjón M. Egilsson ræddi við Þórarin Tyrfingsson um stöðuna í samskiptum ríkisins og SÁÁ sunnudaginn 4. september sl.
Viðtalið er um 20 mínútna langt og tilefni þess er hin harðorða ályktun aðalstjórnar SÁÁ frá 25. ágúst sl. þar sem stjórnin segir m.a.:
„Aðalstjórn SÁÁ telur óþolandi að ríkisvaldið geti ekki staðið að samskiptum við samtökin þannig að þau geti skipulagt rekstur sinn lengur en til nokkurra mánaða í senn. Þjónustusamningar um rekstur Sjúkrahússins Vogs, og um viðhaldsmeðferð fyrir sjúklinga sem glíma við ópíóðafíkn, eru einungis gerðir til eins árs í senn og samningar um dagdeildir á Staðarfelli og Vík, sem gerðir voru 2008, eru framlengdir um einn mánuð í senn á meðan báðir aðilar samþykkja.
Engir samningar hafa verið í gildi um rekstur göngudeilda SÁÁ um tæplega tveggja ára skeið. Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki greitt reikninga samtakanna vegna þeirrar þjónustu en bjóðast þess í stað til að greiða fjárhæð sem er í engu samræmi við tilkostnað og forsendur starfseminnar.“