ÍNN: Þórarinn Tyrfingsson

Viðtalið að ofan var frumsýnt á ÍNN í gærkvöldi. Þar ræðir Björn Bjarnason við Þórarin Tyrfingsson, forstjóra Sjúkrahússins Vogs, um stöðuna í málum SÁÁ og er komið víða við, meðal annars ræðir Þórarinn um vaxandi áhrif sálfræðilegrar þekkingar á eftirmeðferð eins og þá sem SÁÁ veitir að lokinni afeitrun og byrjandi meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi. Fróðlegt spjall sem við mælum með.