Ný Vík orðin fokheld
Nýbyggingar SÁÁ við Vík á Kjalarnesi. Myndbandið tók Ólafur Kristjánsson úr dróna þann 17. mars en þann dag var haldið reisugildi til að fagna því að byggingarnar eru orðnar rúmlega fokheldar og framkvæmdum er haldið áfram innandyra og utan af fullum krafti. Ráðgert er að ný meðferðarstöð verði fullbúin og tekin í notkun um það sem fagnað verður 40 ára afmæli SÁÁ þann 1. október 2017.