Nýbyggingin á Vík

Mynd sem tekin var úr dróna af byggingarframkvæmdum á landi SÁÁ við Vík á Kjalarnesi þann 24. apríl 2017. Ráðgert er að ný meðferðarstöð verði fullbúin og tekin í notkun um það leyti sem 40 ára afmæli SÁÁ verður fagnað þann 1. október 2017. Þaki hússins var lokað um miðjan febrúar sl. og fjölmennt reisugildi var haldið þann 17. mars til að fagna því að húsið væri orðið fokhelt.

Vinna er nú í fullum gangi á byggingarstaðnum innanhúss og utan. Í sumar er verður ráðist í gagngera endurnýjum á meðferðarstöðinni sem fyrir er á staðnum. Ráðgert er að þann 1. september verði öllum framkvæmdum lokið á Vík, bæði við 3.000 fermetra nýbygginguna og endurnýjun eldra hússins sem er um 800 fermetrar.