Vogur

Sjúkrahúsið Vogur er mikil bygging eins og sést vel á þessari loftmynd sem er tekin í júlí 2016. Sjúkrahúsið er byggt í áföngum; kjarninn í miðjunni var tekinn í notkun 28. desember 1983, álmurnar til beggja enda voru teknar í notkun árið 2000 en þær hýsa annars vegar Unglingadeild og Kvennaálmu í vestri og starfsmannagang í austri. Nýjasta álman er með torfþaki og var tekin í notkun í júní 2014 en þar eru veikustu sjúklingarnir á gát í 11 sjúkrarúmum í eins og tveggja manna herbergjum. Nýju álmunni fylgdi líka stórbætt aðstaða fyrir hjúkrunarvakt og fleira.