Í fjölmiðlum

Nýjast
Vinsælast
Fíkn – að þekkja fyrstu merkin

Umfjöllun mbl.is í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ, sem haldin var 1.-3. október 2007. Rætt er við Þórarin Tyrfingsson, forstöðulækni SÁÁ, Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðilækni á Vogi, og Terence Gorski, sálfræðing og fíkniráðgjafa frá Bandaríkjunum, sem var einn gestafyrirlesara á ráðstefnunni.

Kannabisefni – geðheilsa unglinga í hættu

Fræðslumyndband um kannabisefni. Umfjöllun mbl.is í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ, sem haldin var 1.-3. október 2007. Rætt er við Þórarin Tyrfingsson, forstöðulækni, og Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðilækni á Vogi.

Reynslusögur að norðan

Í þættinum Milli himins og jarðar á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri ræddi séra Hildur Eir Bolladóttir við Birnu Rún Arnarsdóttur og Hannes Kristjánsson um hvernig það er að hætta að drekka hvort sem er á eigin vegum eða með því að fara í meðferð hjá SÁÁ.

Örvandi vímuefni – alvarlegur vandi, alvarlegar afleiðingar

Fræðslumyndband um örvandi vímuefni. Umfjöllun mbl.is í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ, sem haldin var 1.-3. október 2007. Rætt er við Þórarin Tyrfingsson, forstöðulækni, og Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðilækni á Vogi.

Fíkn – íslenska leiðin: Þórarinn Tyrfingsson

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri sjúkrahússins Vogs, ræddi um fíknlækningar, starfið á Vogi og meðferð SÁÁ, í ítarlegu viðtali við Pál Magnússon á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, fimmtudaginn 10. mars. Viðtalið var fyrsti þáttur af fjórum sem SÁÁ og Hringbraut hafa átt samstarf um að gera.

Þórarinn Tyrfingsson í viðtali á Hringbraut

Þórarinn Tyrfingsson í viðtali á Hringbraut í þættinum Mannamál. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Kvennameðferð

Fræðslumyndband um kvennameðferð á Vík. Umfjöllun mbl.is í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ, sem haldin var 1.-3. október 2007.

Viðtal við Ara Matthíasson

30 ára afmælisráðstefna SÁÁ, viðtal við Ara Matthíasson af mbl.is