Nýjast
Vinsælast
Bara gras

Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, flutti opinn hádegisfyrirlestur í Von , húsi SÁÁ, í desember 2012 um „gras“ og „grasreykingar“ og kannabisfíkn. Langflestir sem koma í meðferð á Vog fyrir þrítugt koma þangað vegna kannabisneyslu.

Fíkn – að þekkja fyrstu merkin

Umfjöllun mbl.is í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ, sem haldin var 1.-3. október 2007. Rætt er við Þórarin Tyrfingsson, forstöðulækni SÁÁ, Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðilækni á Vogi, og Terence Gorski, sálfræðing og fíkniráðgjafa frá Bandaríkjunum, sem var einn gestafyrirlesara á ráðstefnunni.

Reynslusögur að norðan

Í þættinum Milli himins og jarðar á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri ræddi séra Hildur Eir Bolladóttir við Birnu Rún Arnarsdóttur og Hannes Kristjánsson um hvernig það er að hætta að drekka hvort sem er á eigin vegum eða með því að fara í meðferð hjá SÁÁ.

Örvandi vímuefni – alvarlegur vandi, alvarlegar afleiðingar

Fræðslumyndband um örvandi vímuefni. Umfjöllun mbl.is í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ, sem haldin var 1.-3. október 2007. Rætt er við Þórarin Tyrfingsson, forstöðulækni, og Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðilækni á Vogi.

Byggingaframkvæmdir á Vík

Vídeóið að ofan var tekið af Ólafi Kristjánssyni úr dróna yfir byggingasvæðinu á landi SÁÁ á Vík á Kjalarnesi. Þar rís nú fullkomin meðferðarstöð með stórbættri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk samtakanna. Myndin var tekin 4. júlí meðan verið var að vinna við jarðvegsskipti og sökkla. Hér að neðan er svo ljósmynd sem tekin var …Read more »

Hvernig verður fólk alkóhólistar?

Stutt lýsing á sjúkdómnum frá Þórarni Tyrfingssyni.

Fíkn – íslenska leiðin: Þórarinn Tyrfingsson

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri sjúkrahússins Vogs, ræddi um fíknlækningar, starfið á Vogi og meðferð SÁÁ, í ítarlegu viðtali við Pál Magnússon á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, fimmtudaginn 10. mars. Viðtalið var fyrsti þáttur af fjórum sem SÁÁ og Hringbraut hafa átt samstarf um að gera.

Sjúkdómurinn

Fyrirlestur þar sem Þórarinn Tyrfingsson fjallar um sjúkdóm áfengis- og vímuefnafíknar. Fyrirlesturinn var tekinn upp 2005. Þekking á áfengissýki- og vímuefnafíkn hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin 30 ár. Munar hér mestu um undraverðar framfarir í þekkingu okkar á uppbyggingu og starfsemi heilans og áhrifum vímuefna á hann. Í kjölfarið hefur áhugi heilbrigðisstarfsmanna á vímuefnafíkn aukist …Read more »